Veturinn 2013-2014

Við fórum í málrækt, mál í mótun, ferilritun og yndislestur.

Í málrækt var bara eðlileg málfræði t.d. strikaðu undir sagnorðin í textanum og mál í mótun er eins.

 Í ferilritun gerðum við fyrst sögu um okkur sjálf og svo sömdum við sögur.

Í yndislestri vorum við að lesa bækur sem að við tókum af bókasafninu og við þurftum svo að skrifa bókaheiti, höfund, blaðsíðufjölda og gefa stjörnur og hengja svo upp á vegg.

Í ensku vorum við að gera „My favorite animal“

 og „My best friend“ og svo fórum við líka í próf í ensku og við fórum í eitt munnlegt próf.

Í stærðfræði fórum við í Nemandabók A og B í skólanum og heima gerðum við Æfingahefti A og B.

Við fórum líka í Íþróttir, Sund, Útileikir og Tónmennt.

Í íþróttum gerum við þrek og förum í leiki við förum líka í próf eins og þrek próf og píp test.

Í sundi gerum við bringusund, skriðsund, skólasund, björgunar sund og margt fleira og við förum líka í leiktíma og klemmuleik og við förum líka í próf í sundi.

Í útileikjum hlaupum við alltaf 2 hringi áður en við byrjum í leikjum eins og brennó, skotbola og straum, fótbolta og margt fleira.

Í tónmennt þá lærum við um gamla söngvara og sömdum lög og sungum og sumir hópar fóru kannski í stoppdans.

Við förum líka í verk og list og þar förum við í smíði, mótun, myndmennt, saumar og matreiðslu.

Í smíðum þá smíðum við hluti t.d. hornhillur og málum hana svo og við megum líka gera allskonar mynstur.

Í mótun, mótum við grímur, kalla og margt fleira. Við málum líka og teiknum t.d. uppkast þegar við erum búin að verkefninu sem að við áttum að gera.

Í myndmennt þá teiknum við myndir t.d. hljóðfæraleikara, spegilmynd og mynstur og svo fleira.

Í saumum, saumum við, heklum og prjónum, búum til kodda og svo fleira  og svo frjálst í lokin.

Í matreiðslu þá bökuðum við og elduðum við brauð. fisk og hrísgrjónarétti og bökum smákökur og margt fleira.

Við lásum líka ljónið nornin og skápurinn og við gerðum líka 10 verkefni og 4 myndir og svo horfðum við á myndina.

Við lásum líka Benjamín dúfu gerðum vinnubók og fórum svo í próf gerðum glogster og settum það inn á bloggið okkar.

Við gerðum líka verkefni um Norðurlöndin og við bjuggum til plakat og það voru hópar í því einn hópurinn fékk Danmörk annar hópurinn fékk Svíþjóð og annar fékk Noreg og svo aðrir Finnland og seinasti fékk Grænland og Færeyjar við fórum líka í próf í Norðurlöndum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband